3.11.2008 | 12:56
Barnanámskeið í brjóstsykursgerð
Nammiland.is býður upp á námskeið í brjóstsykursgerð fyrir börnin.
Í gær var eitt slíkt haldið við mikla lukku og börnin fóru ánægð og stolt heim með afraksturinn. Á námskeiðinu kenndi ýmissa grasa og börnin bjuggu m.a. til kodda, kúlur, lengjur, sleikipinna, snúningssleikipinna, tvíburasleikipinna, fiðrildasleikipinna og voru óhrædd við að nota ímyndunaraflið við mótun brjóstsykranna.
Hér sjást áhugasamir nemendur á barnanámskeiði í brjóstsykursgerð fylgjast með blöndun á brjóstsykri
Auk barnanámskeiða í brjóstsykursgerð býður Nammiland.is upp á þjónustu sína í afmælum
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.