nammiland.is

Það styttist í opnun nýrrar heimasíðu, nammiland.is.

Fylgist vel með í lok mánaðarins!

Nokkur námskeið hafa þegar verið haldin eftir að þessi bloggsíða kom upp og hafa þau gengið mjög vel og þátttakendur farið ánægðir heim með sinn brjóstsykur. Ýmislegt hefur verið gert eins og eplabrjóstsykur, jarðaberja, hindberja, sítrónu, saltlakkrís, piparbrjóstsykur og tvílitur kóngabrjóstsykur svo eitthvað sé nefnt. Í lokuðum hópum hefur verið vinsælt að "dulbúa" bróstsykur, þ.e. setja annan lit en almennt þekkist við bragð, t.d. bleikan sítrónubrjóstsykur með súrri fyllingu eða appelsínugulan og grænan lakkrís og karamellubrjóstsykur og skemmtir fólk sér vel við að ímynda sér svip vina sem stinga þannig mola upp í sig. Allir eru þó sammála um að brjóstsykurinn sem búinn er til á námskeiðinu er virkilega bragðgóður og ferlið við að búa hann til er skemmtilegt og fróðlegt.

Hægt er að senda fyrirspurnir um námskeið á namskeid@nammiland.is eða hafa samband við mig í síma 821-7619.

Kveðja,
Guðlaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband