Barnanámskeið í brjóstsykursgerð

Nammiland.is býður upp á námskeið í brjóstsykursgerð fyrir börnin.

Í gær var eitt slíkt haldið við mikla lukku og börnin fóru ánægð og stolt heim með afraksturinn. Á námskeiðinu kenndi ýmissa grasa og börnin bjuggu m.a. til kodda, kúlur, lengjur, sleikipinna, snúningssleikipinna, tvíburasleikipinna, fiðrildasleikipinna og voru óhrædd við að nota ímyndunaraflið við mótun brjóstsykranna.

Barnanamskeid
Hér sjást áhugasamir nemendur á barnanámskeiði í brjóstsykursgerð fylgjast með blöndun á brjóstsykri

Auk barnanámskeiða í brjóstsykursgerð býður Nammiland.is upp á þjónustu sína í afmælum


Aukið úrval á nammiland.is

Við höfum aukið við úrvalið í versluninni og erum komin með fleiri bragðtegundir. Ananasbragð, Kókosbragð, Moccabragð og Ástaraldin (passion fruit) bragð. Mjög spennandi.

nammiland.is

Nú er www.nammiland.is komin í loftið.

Nammi namm...

 

 

 

 

 

 

 

 

Á www.nammiland.is er hægt að finna allt til brjóstsykursgerðar og upplýsingar um námskeið en næsta námskeið á dagskrá er þriðjudaginn 23. september. Auk þess er alltaf hægt að biðja um valda dagsetningu sé maður með hóp. Allar nánari upplýsingar um námskeiðin eru á námskeiðssíðu www.nammiland.is

 

Kær kveðja,

Guðlaug
www.nammiland.is


nammiland.is

Það styttist í opnun nýrrar heimasíðu, nammiland.is.

Fylgist vel með í lok mánaðarins!

Nokkur námskeið hafa þegar verið haldin eftir að þessi bloggsíða kom upp og hafa þau gengið mjög vel og þátttakendur farið ánægðir heim með sinn brjóstsykur. Ýmislegt hefur verið gert eins og eplabrjóstsykur, jarðaberja, hindberja, sítrónu, saltlakkrís, piparbrjóstsykur og tvílitur kóngabrjóstsykur svo eitthvað sé nefnt. Í lokuðum hópum hefur verið vinsælt að "dulbúa" bróstsykur, þ.e. setja annan lit en almennt þekkist við bragð, t.d. bleikan sítrónubrjóstsykur með súrri fyllingu eða appelsínugulan og grænan lakkrís og karamellubrjóstsykur og skemmtir fólk sér vel við að ímynda sér svip vina sem stinga þannig mola upp í sig. Allir eru þó sammála um að brjóstsykurinn sem búinn er til á námskeiðinu er virkilega bragðgóður og ferlið við að búa hann til er skemmtilegt og fróðlegt.

Hægt er að senda fyrirspurnir um námskeið á namskeid@nammiland.is eða hafa samband við mig í síma 821-7619.

Kveðja,
Guðlaug


Brjóstsykursgerðarnámskeið

Svona rétt á meðan moggabloggið er að komast í lag og þar til myndirnar detta aftur inn er hér textinn úr auglýsingunni:

Brjóstsykursgerð
 

allt sem þú þarft að vita til að búa til þinn eigin brjóstsykur

Langar þig að læra að búa til þinn eigin brjóstsykur?
Skelltu þér þá á námskeið í brjóstsykursgerð!

Námskeiðin fara fram í litlum hópum, 4-6 manns.
Bókaðu námskeið núna fyrir hópinn þinn.

Ef þú ert ein(n) eða nærð ekki 4 í hóp hafðu þá samband og ég mun aðstoða við að fylla upp í hópinn og finna dagsetningu sem hentar öllum hópnum.

Námskeiðið er frá 19:00 - 22:00 og kostar 5.000 kr. pr. mann.
Innifalið í námskeiðsgjaldi er allt hráefni og handbók og þátttakendur fá brjóstsykur með heim.

Næstu lausu dagsetningar:
Fimmtudagurinn 31. júlí, Miðvikudagurinn 6. ágúst, Fimmtudagurinn 14. ágúst.

Hægt er að senda fyrirspurn og kanna aðrar dagsetningar henti þessar ekki.

Skráningar og upplýsingar: gudlaug@mentis.is eða í síma 821-7619


Brjóstsykursgerðarnámskeið

namskeid_augl_litil


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband